Home Fréttir Í fréttum Göng í gegnum Arnarnes á næsta ári

Göng í gegnum Arnarnes á næsta ári

181
0
Samkvæmt forhönnun er gert ráð fyrir aðskildum hjóla- og göngustíg undir Arnarnesið og að göngin verði ríflega 30 metra löng. Teikning/Landslag

Á næsta ári er áformað að hefja fram­kvæmd­ir við und­ir­göng í gegn­um Arn­ar­nes fyr­ir hjólandi og gang­andi um­ferð, en með þessu verður hægt að kom­ast frá Garðabæ yfir Arn­ar­nes og lang­leiðina upp Kópa­vogs­háls­inn án þess að þurfa að þvera um­ferðargötu.

<>

Þetta er ein af fjöl­mörg­um innviðafram­kvæmd­um sem fara á í á næsta ári í tengsl­um við sam­göngusátt­mál­ann sem und­ir­ritaður var á milli sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­ins.

Horfa á útboð snemma á næsta ári
Katrín Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræðing­ur fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið hjá Vega­gerðinni, seg­ir í sam­tali við mbl.is að frumdrög vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar séu til­bú­in og verk­hönn­un sé í gangi. „Við erum að horfa á að koma þessu í útboð snemma á næsta ári,“ seg­ir hún, en með því næst vor- og sumarramm­inn fyr­ir verk­taka.

Leiðin yfir Arn­ar­nesið er ein af fjöl­förn­ustu stof­næðum fyr­ir hjólandi um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu í dag, en hún teng­ir m.a. Reykja­vík við Garðabæ og Hafn­ar­fjörð. Á þeirri leið þarf þó að fara yfir bæði Arn­ar­nes­háls­inn og Kópa­vogs­háls­inn þar sem bæði nokk­ur hækk­un er og fólk þarf að þvera um­ferðargöt­ur.

Á morg­un­fundi Vega­gerðar­inn­ar í morg­un nefndi Katrín að þessi fram­kvæmd væri framund­an á kom­andi ár og heyrði mbl.is í henni eft­ir fund­inn til að fara nán­ar yfir mál­in. Katrín seg­ir að þarna sé verið að horfa til þess að sníða gott stíga­kerfi sem verði aðskilið. Þ.e. það verður sér stíg­ur fyr­ir hjólandi og sér fyr­ir gang­andi. Seg­ir hún að í nú­ver­andi drög­um sé horft til þess að göngu­stíg­ur­inn verði 2 metra breiður og hjóla­stíg­ur­inn 2,5 metr­ar.

30 metra göng með ljósopi
Göng­in sjálf verða rétt yfir 30 metr­ar að lengd, en Katrín seg­ir að það búi til nokkr­ar áskor­an­ir. „Göng þurfa að vera aðlag­andi og þar skipt­ir fyrst og fremst máli að birt­an sé góð,“ seg­ir hún. Því sé gert ráð fyr­ir að setja ljósop á milli ak­reina á veg­in­um sem er fyr­ir ofan.

Seg­ir hún að með göng­un­um spar­ist ein­hver hækk­un fyr­ir gang­andi og hjólandi, en það sem skipti hvað mestu máli sé að losna við þver­un­ina yfir Arn­ar­nes­veg­inn. „Þetta eyk­ur tölu­vert þæg­ind­in,“ seg­ir Katrín.

Kortið sýn­ir alla þá hjóla­stíga sem horft er til að leggja á ár­un­um 2020-2024 sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­an­um, en sér­stak­lega er bent á þær fram­kvæmd­ir sem stefnt er á að fara í á næsta ári. Kort/​mbl.is

Fjór­ar aðrar fram­kvæmd­ir á næsta ári
Auk gang­anna í gegn­um Arn­ar­nesið eru fjór­ar aðrar fram­kvæmd­ir tengd­ar hjóla- og göngu­stíg­um á fram­kvæmda­borðinu vegna sam­göngusátt­mál­ans á næsta ári að sögn Katrín­ar.

Við Reykja­vík­ur­veg í Norðurbæ Hafn­ar­fjarðar er gert ráð fyr­ir hjóla­stíg frá Fjarðar­hrauni að Hraun­brún. Þessi fram­kvæmd er ekki enn kom­in af teikni­borðinu, en Katrín seg­ir lík­legt að það gangi hratt fyr­ir sig.

Þá er gert ráð fyr­ir hjóla­stíg frá Strand­götu í Hafnar­f­irði að Völl­um. Fyrsti áfangi þeirr­ar fram­kvæmd­ar er frá hring­torgi við Hval­eyr­ar­braut að Reykja­nes­braut þar sem stíg­ur­inn á að tengj­ast við stíga­kerfið við Ásgraut. Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn við það verk­efni að sögn Katrín­ar.

Við Ásbraut í Kópa­vogi, norðan­meg­in á Kópa­vogs­hálsi er svo unnið með hjóla­stíg frá Kárs­nes­braut og upp Ásbraut­ina. Í dag er þar hjól­arein öðru meg­in á göt­unni, en verið er að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lagið. Katrín seg­ir að Kópa­vogs­bær haldi utan um þetta verk­efni og muni sjá um útboðið þegar frek­ari vinnu sé lokið. Verk­efnið sé þó líkt og önn­ur hluti af sam­göngusátt­mál­an­um.

Ný brú yfir Elliðaár
Að lok­um er það brú við Dimmu, efst í Elliðaár­dal þar sem nú er brú á göml­um hita­veitu­lögn­um. Hönn­un henn­ar var boðin út með hönn­un Arn­ar­nes­veg­ar. Er það hugsað þannig að gert sé ráð fyr­ir stíga­kerfi sam­hliða Arn­ar­nes­vegi sem eigi að tala sam­an við nú­ver­andi stíga­kerfi og brúna við Dimmu. „Von­andi verður útboð á brúnni snemma á næsta ári,“ seg­ir Katrín.

Heimild: Mbl.is