Home Fréttir Í fréttum 40% íbúða seldust yfir ásettu verði

40% íbúða seldust yfir ásettu verði

58
0
Mynd: mbl.is/Ásdís

Hlut­fall íbúða sem selj­ast á yf­ir­verði hækkaði á ný í sept­em­ber eft­ir lækk­un mánuðina á und­an. Á höfuðborg­ar­svæðinu seld­ust 40,7% íbúða yfir ásettu verði. Svo hátt hef­ur hlut­fallið ekki mælst áður.

<>

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu hag­deild­ar HMS.

Miðað við 3 mánaða meðaltal seld­ust sér­býli í 38% til­fella yfir ásettu verði en íbúðir í fjöl­býli í um 36% til­fella. Á lands­byggðinni í heild, fyr­ir utan höfuðborg­ar­svæðið, seld­ust sér­býli í um 22% til­fella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjöl­býli í um 17% til­fella.

Á sama tíma stytt­ist meðal­sölu­tím­inn og mæl­ist um 38,7 dag­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem er ná­lægt því lægsta sem mælst hef­ur.

Tím­inn er mæld­ur frá því að aug­lýs­ing er birt og þar til samn­ing­ur er und­ir­ritaður. Í skýrsl­unni seg­ir að telja megi að hann verði vart skemmri og hann mæl­ist á höfuðborg­ar­svæðinu um þess­ar mund­ir vegna þess tíma sem tek­ur að fjár­magna íbúðakaup.

35% sam­drátt­ur

Eft­ir merki um minnk­andi eft­ir­spurn­arþrýst­ing juk­ust um­svif á fast­eigna­markaði lít­il­lega í sept­em­ber frá fyrri mánuði.

Miðað við tólf mánaða breyt­ingu er um 35% sam­drátt að ræða miðað við sept­em­ber í fyrra. Þrátt fyr­ir það eru um­svif meiri en á sama tíma á meðalári, að því er kem­ur fram í skýrsl­unni.

Í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins var fjöld­inn á pari við met­mánuðinn í fyrra og ann­ars staðar á land­inu er fjöld­inn rétt und­ir met­mánuðinum.

Í byrj­un nóv­em­ber voru aðeins um 1.320 íbúðir aug­lýst­ar til sölu á land­inu öllu en til sam­an­b­urðar voru þær yfir 1.400 í byrj­un sept­em­ber og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí í fyrra. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu en þær voru um 680 í byrj­un sept­em­ber og 2.200 í maí 2020.

Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur íbúðum í fjöl­býli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sér­býla hef­ur verið að sveifl­ast á milli 150 og 230. Á lands­byggðinni hef­ur íbúðum til sölu í fjöl­býli fækkað hratt und­an­farna mánuði.

Ef horft er á árs­breyt­ingu á fram­boði íbúða þá hef­ur íbúðum í fjöl­býli á höfuðborg­ar­svæðinu fækkað um 61,4% en á lands­byggðinni hef­ur þeim fækkað um 65,6%. Fram­boð af sér­býl­um hef­ur dreg­ist sam­an um 22,5% á höfuðborg­ar­svæðinu, en 44,7% á lands­byggðinni.

Heimild: Mbl.is