Home Fréttir Í fréttum Yfirlæknishúsið loks tekið í gegn

Yfirlæknishúsið loks tekið í gegn

84
0

Ríkiseignir hafa ákveðið að taka yfirlæknishúsið á Vífilsstöðum í gegn. Í meira en áratug hefur staðið til að laga þetta hús, sem er annað tveggja á Vífilsstaðalandinu sem hannað var af arkitektinum Guðjóni Samúelssyni.

<>

Húsið var byggt árið 1920 og bjó Sigurður Magnússon, yfirlæknir berklaspítalans, þar. Þótti það afar flott og var lýst sem herragarðssetri.

Minjavernd mun sjá um viðhaldið á húsinu sem ekki er í notkun, en mikill heitavatnsleki varð þar fyrir meira en áratug síðan. Framtíðarnotkun hússins hefur ekki verið ákveðin.

Heimild: Frettabladid.is