Home Fréttir Í fréttum 25-30 milljarðar í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði

25-30 milljarðar í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði

50
0
Borgarráð samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. mbl.is/Hari

Borg­ar­ráð samþykkti í dag að stór­auka fjár­fram­lög til viðhalds og viðgerða á skóla­hús­næði í borg­inni og verður 25-30 millj­örðum varið til mála­flokks­ins á næstu 5-7 árum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

<>

Þar seg­ir að mik­ill kraft­ur verði sett­ur í viðhald og viðgerðir á hús­næði fyr­ir skóla og frí­stund­astarf í borg­inni.

Hús­næði leik­skóla, grunn­skóla og frí­stund­ar í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar tel­ur 136 eign­ir á alls rúm­lega 265 þúsund fer­metr­um.

Þá verði áætluð fjárþörf átaks­ins á næstu fimm til sjö árum 25-30 millj­arðar króna á verðlagi í sept­em­ber 2021.

Stýri­hóp­ur á veg­um borg­ar­inn­ar muni for­gangsraða verk­efn­um þannig að „ör­yggi not­enda sé núm­er eitt, heil­næmt um­hverfi núm­er tvö, þar með talið inni­vist, raki, mygla og hljóðvist.

Bætt aðgengi komi þar næst, fyr­ir­byggj­andi aðgerðir svo og hag­kvæm nýt­ing fjár­muna.“ Við for­gangs­röðun skuli svo einnig taka til­lit til sjón­ar­miða stjórn­enda, full­trúa not­enda og áhrifa á starf­semi á hverj­um stað.

Átakið snú­ist þó ein­ung­is um viðgerðir og viðhald en ekki ný­bygg­ing­ar eða viðbygg­ing­ar sem eru fjár­magnaðar með öðrum hætti.

Sam­hliða voru kynnt drög að nýrri stefnu í hús­næðismál­um fyr­ir skóla- og frí­stund­astarf í anda mennta­stefn­unn­ar Lát­um draum­ana ræt­ast og Græna plans­ins, „framtíðar­sýn um borg­ar­sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af heil­næmu um­hverfi, jöfn­um tæki­fær­um og öfl­ugu at­vinnu­lífi sem geng­ur ekki á nátt­úru­auðlind­ir“, eins og því er lýst í til­kynn­ing­unni.

Í nýju stefn­unni eru sett fram viðmið fyr­ir ný­bygg­ing­ar, viðbygg­ing­ar og breyt­ing­ar á hús­næði fyr­ir leik­skóla, frí­stunda­heim­ili, grunn­skóla, skóla­hljóm­svet­iri og fé­lags­miðstöðvar.

Heimild: Mbl.is