Home Fréttir Í fréttum Móðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþroti

Móðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþroti

193
0

Móðurfélag Norðuráls Helguvík, sem úrskurðað var gjaldþrota síðastliðinn fimmtudag, Norðurál, fær byggingar hins gjaldþrota félags í sinn hlut, en móðurfélagið er eini kröfuhafinn.

<>

Norðurál Helguvík var með neikvætt eigið fé upp á hátt í 15 milljarða króna í lok síðasta árs, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 2009, en deilur um raforkuverð og afhendingu urðu til þess að verkefnið komst aldrei á koppinn.

Í október í fyrra skrifuðu Norðurál og Samherji undir viljayfirlýsingu um að Samherji keypti lóðina og bygginguna í Helguvík, sem útgerðarfélagið hugðist nota undir laxeldi á landi. Ekkert varð hinsvegar úr þeim áformum.

Síðastliðinn föstudag var svo greint frá því að Íslenski sjávarklasinn ætti í viðræðum við Norðurál um að kaupa byggingarnar og nota undir „grænan sprotagarð“ þar sem fyrirtæki á Suðurnesjum gætu samnýtt auðlindir.

Heimild: Sudurnes.net