Home Fréttir Í fréttum Áætlað að viðgerðum Norðfjarðarganga ljúki eftir helgi

Áætlað að viðgerðum Norðfjarðarganga ljúki eftir helgi

71
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Viðgerðir standa nú yfir í Norðfjarðargöngum, en þau hafa verið lokuð fyrir almennri umferð frá því hluti úr klæðningu féll úr lofti þeirra á mánudag.
Áætlað er að viðgerðum ljúki um helgina. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin nokkrum sinnum á dag og hægt er að nálgast upplýsingar um opnunartíma ganganna á vef Vegagerðarinnar.

Norðfjarðargöng verða lokuð á nóttunni. Utan opnunartíma verður bílum beint í gegnum gömlu göngin í Oddsskarði.

<>

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að skemmdirnar séu í sprautusteypu í lofti gangnanna.

Á vef Vegagerðarinnar má nálgast tímatöflu sem sýnir hvenær bílum er hleypt í gegn.

Heimild: Ruv.is