Home Fréttir Í fréttum 02.12.2021 Útboð vegna endurnýjunar í 1. áfanga á Höfða

02.12.2021 Útboð vegna endurnýjunar í 1. áfanga á Höfða

219
0
Mynd: Akranes.is

Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili, hefur óskar eftir tilboðum í endurnýjun dvalarrýma og stoðrýma aðallega á 2. hæð.

<>

Verkið felst í endurnýjun 20 dvalarrýma á 2. hæð og 5 dvalarrýma á 1. hæð, ásamt aðliggjandi gangrýmum og stoðrýmum. Gólfefni, loftaefni og innihurðir endurnýjað að mestu.

Í dvalarrými eru baðherbergi algjörlega endurnýjuð, ásamt hreinlætislögnum, rafbúnaði. Sett er upp slökkviúðakerfi og í þakrými loftræsibúnaður ásamt stokkalögnum. Gólfflötur framkvæmdasvæða á 1. og 2. hæð er um 1.300 m2.

Verklok skulu vera eigi síðar en 30. maí 2023. Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 2. nóvember 2021 í gegnum útboðsvef Mannvits: https://mannvit.ajoursystem.is/

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 2. desember 2021. Opnunarfundur verður ekki opinn bjóðendum. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Heimild: Akranes.is