Home Fréttir Í fréttum Hrun í Norðfjarðargöngum

Hrun í Norðfjarðargöngum

167
0
Mynd: Hrun í Norðfjarðargöngum - Vegagerðin

Talsvert hrun varð í Norðfjarðargöngum um klukkan hálf eitt í dag og eru göngin lokuð.

<>

Unnið er að því að opna gömlu Oddsskarðsgöngin til að gera fært til Neskaupstaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ruslabíll á leið í gegnum göngin þegar nokkuð stórt stykki úr klæðningu hrundi úr loftinu og náði bílstjórinn að sveigja fram hjá steypuðklumpunum sem féllu niður.

Hrunið varð um fimm og hálfum kílómetra frá gangamunnanum Eskifjarðarmegin. Göngin eru tæpir 8 kílómetrar að lengd á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Sem stendur er ófært á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.

Uppfært kl. 17:30: Gömlu Oddskarðsgöngin voru nú á sjötta tímanum opnuð fyrir umferð minni bíla en stórir bílar mega ekki fara þar um.

Vegurinn um Oddskarð hefur verið mokaður en Vegagerðin bendir á að einungis þeir sem nauðsynlega þurfi að komast á milli fari þá leið.

Heimild: Ruv.is