Home Fréttir Í fréttum Alvotech bætir við sig 4.100 fermetrum

Alvotech bætir við sig 4.100 fermetrum

238
0
Snorri Halldórsson, Sigríður Ósk Pálmadóttir og Jón Viðar Guðjónsson við formlega opnun hússins. Ljósmynd/Alvotech

Líf­tækni­lyfja­fyr­ir­tækið Al­votech hef­ur gert lang­tíma leigu­samn­ing um af­not nýs 4.100 fer­metra hús­næði að Lambhaga­vegi í Úlfarsár­dal í Reykja­vík.

<>

Fyr­ir­tækið stefn­ir að því að setja sína fyrstu vöru á markað bráðlega og hef­ur því tekið hús­næðið í notk­un til að styrkja fram­leiðsluna, er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Al­votech.

Bygg­ing­in mun hýsa lag­er og rann­sókn­ar­stof­ur fyr­ir hrá­efni til lyfja­gerðar, ásamt skrif­stof­um. Fram­leiðsla mun áfram fara fram í há­tækni­setri Al­votech í Vatns­mýr­inni.

„Ný­lega náðust mik­il­væg­ir áfang­ar í átt að skrán­ingu lyfs­ins, en sér­fræðinga­nefnd Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu (CHMP), hef­ur mælt með samþykki stofn­un­ar­inn­ar á AVT02 fyr­ir markaði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þá hef­ur Mat­væla- og lyfja­stofn­un Banda­ríkj­anna (FDA) ný­lega staðfest að um­sókn um markaðsleyfi fyr­ir­tæk­is­ins á AVT02 sé full­bú­in og stefn­ir eft­ir­litið á að gera loka­út­tekt á verk­smiðjunni á næstu miss­er­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Heimild: Mbl.is