
Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert langtíma leigusamning um afnot nýs 4.100 fermetra húsnæði að Lambhagavegi í Úlfarsárdal í Reykjavík.
Fyrirtækið stefnir að því að setja sína fyrstu vöru á markað bráðlega og hefur því tekið húsnæðið í notkun til að styrkja framleiðsluna, er kemur fram í tilkynningu frá Alvotech.
Byggingin mun hýsa lager og rannsóknarstofur fyrir hráefni til lyfjagerðar, ásamt skrifstofum. Framleiðsla mun áfram fara fram í hátæknisetri Alvotech í Vatnsmýrinni.
„Nýlega náðust mikilvægir áfangar í átt að skráningu lyfsins, en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CHMP), hefur mælt með samþykki stofnunarinnar á AVT02 fyrir markaði Evrópusambandsins.
Þá hefur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) nýlega staðfest að umsókn um markaðsleyfi fyrirtækisins á AVT02 sé fullbúin og stefnir eftirlitið á að gera lokaúttekt á verksmiðjunni á næstu misserum,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Heimild: Mbl.is