Home Fréttir Í fréttum Mygla hrekur skjólstæðinga Félagsbústaða úr húsnæði við JL húsið

Mygla hrekur skjólstæðinga Félagsbústaða úr húsnæði við JL húsið

123
0
Hringbraut 121

Mygla hefur verið greind í húsnæði Félagsbústaða við JL húsið, nánar tiltekið Hringbraut 121. Þetta staðfestir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, í skriflegu svari til DV.

<>

Alls eiga Félagsbústaðir 12 íbúðir í húsinu en um er að ræða viðbyggingu sem var byggð árið 2003. Íbúðirnar skera sig örlítið frá öðrum íbúðum í eigu stofnunarinnar þar sem að neysla er heimil þar innandyra.

Að sögn Sigrúnar var myglan greind í húsnæðinu í kjölfar ábendinga um vanlíðan og óþægindi þeirra sem dvalið hafa í íbúðunum.

Þegar upp komst um mygluna var málið tekið föstum tökum. „Í framhaldi ákváðum við að best væri að íbúar flyttust tímabundið í annað húsnæði á meðan verið er að kanna hver upptök myglunar eru,“ segir Sigrún. Íbúarnir fluttu síðan um miðjan september í annað úrræði.

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða

„Við fylgjum ákveðnum verkferlum þegar upp koma rakavandamál í húsnum og grunur leikur á að húsnæði kunni að vera heilsuspillandi,“ segir Sigrún.

Verið sé að greina orsakir myglunnar og að því loknu verður lagt mat á hverskonar viðgerða sé þörf. „Þegar það liggur fyrir getum við áætlað kostnaðinn,“ segir Sigrún.

Heimild: Dv.is