Home Fréttir Í fréttum Stíflan við Laxárvatnsvirkjun þarfnast viðgerðar

Stíflan við Laxárvatnsvirkjun þarfnast viðgerðar

173
0
Stíflan við Laxárvatnsvirkjun. Mynd: rarik.is

Steypuskemmdir eru í vegg Laxárvatnsvirkjunar við Laxá á Ásum og hefur RARIK óskað eftir heimild frá Húnavatnshrepps til viðgerða á stíflunni.

<>

Að mati RARIK er nauðsynlegt að þétta stífluna og styrkja og verður það gert með því að klæða hana að innan með dúk og fylla þar að með möl og kjarnaefni.

Að framan verður stíflan styrkt með grófum kjarna og grjóti.

Leyfi hefur fengist frá Fiskistofu vegna framkvæmdarinnar, sem og frá landeigendum báðu megin ár og frá þremur stjórnarmönnum í veiðifélagi Laxár á Ásum.

Heimild: Huni.is