Home Fréttir Í fréttum Færri fá byggingarlóðir en vilja

Færri fá byggingarlóðir en vilja

142
0
Mynd: mbl.is/Óli Már Aronsson

Skipu­lags- og lóðamál í Rangárþingi ytra eru á fullri ferð ef svo má að orði kom­ast. Nú í vik­unni lá 101 um­sókn um lóðir á Hellu fyr­ir fundi í byggðaráði.

<>

Á fund­in­um var út­hlutað 15 íbúðalóðum fyr­ir 33 íbúðaein­ing­ar og tveim­ur at­vinnu­lóðum. Draga þurfti úr um­sókn­um þar sem allt að 14 um­sókn­ir voru um sum­ar lóðirn­ar.

Nú eru ein­ung­is tvær lóðir sem ekki er búið út­hluta, laus­ar og til­bún­ar á Hellu fyr­ir íbúðar­hús­næði. Hægt er að sjá laus­ar lóðir á korta­sjá sveit­ar­fé­lags­ins.

Gríðarleg­ur áhugi er fyr­ir lóðum til íbúðar utan þétt­býl­is og mik­ill áhugi er fyr­ir að breyta frí­stunda­svæðum í íbúðabyggð.

Mjög gott fram­boð er af lóðum til slíkra bygg­inga. Má þar t.d. nefna skipu­lögð íbúðasvæði eða land­búnaðarsvæði eins og Rangár­sléttu, Þjóðólfs­haga, Sel­ás, Litla-Hof og Gaddstaði.

Á Gadd­stöðum eru t.d. aðeins sex lóðir af 52 enn skráðar sem frí­stundalóðir.

Lóðum til bygg­ing­ar hest­húsa í nýju hest­húsa­hverfi við reiðhöll­ina á Rangár­bökk­um hef­ur verið út­hlutað til nokk­urra aðila og er beðið fram­kvæmda þar.

Sveit­ar­fé­lagið hef­ur með gatna­hönn­un og lagna­hönn­un að gera á svæðinu og eru uppi áform um að ráðast í nauðsyn­leg­ar gatna- og veitu­fram­kvæmd­ir þar á næst­unni.

Eitt hest­hús hef­ur þegar verið byggt en eldra hest­húsa­hverfið norðan til á Hellu er skil­greint sem víkj­andi í skipu­lagi.

Í sam­ráði með Isa­via, flug­mála­yf­ir­völd­um, flug­klúbbn­um á Hellu og sveit­ar­fé­lag­inu er unnið að gerð deili­skipu­lags fyr­ir flug­vall­ar­svæðið.

Gert verði ráð fyr­ir upp­bygg­ingu flug­tengdr­ar starf­semi, svo sem bygg­ingu flug­skýla á sér­lóðum. Ná­lægð vall­ar­ins við vænt­an­lega íbúðabyggð á Hellu hef­ur marga kosti og er jafn­framt verið að ganga frá lagna­hönn­un í tengsl­um við upp­bygg­ingu vall­ar­ins gagn­vart hinni nýju íbúðabyggð í Öldu­hverf­inu.

Hugs­an­legt er að flug­völl­ur­inn verði stytt­ur til suðurs og jafn­vel lengd­ur til norðurs ef þörf verður á.

Haf­ist er handa við að skipu­leggja íbúðabyggð í svo­kölluðu Bjargshverfi, rétt vest­an Ytri-Rangár gegnt Hellu. Það er svæði sem til­heyr­ir þétt­býl­inu og verður um stærri lóðir þar að ræða með mikl­um mögu­leik­um til úti­vist­ar og næðis.

Gert verði ráð fyr­ir góðum akst­urs- og göngu­teng­ing­um að svæðinu og er gert ráð fyr­ir að byggð verði göngu­brú yfir ána. Jafn­framt ligg­ur fyr­ir að bætt verði við göngu­brú utan á nú­ver­andi brú þjóðveg­ar­ins yfir Ytri-Rangá.

Heimild: Morg­un­blaðið/Ó​li Már Arons­son