Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Fiskislóð og Verbúðarbryggju

Framkvæmdir við Fiskislóð og Verbúðarbryggju

168
0
Mynd: Faxaflóahafnir.is

Á síðustu dögum hófust tvö framkvæmdarverkefni, annars vegar við Fiskislóð og hins vegar við Verbúðarbryggju.

<>

Unnið er við gerð hjólastígar á Fiskislóð. Hjólastígurinn mun ná frá hringtorgi við Mýrargötu/Fiskislóð og að Hólmaslóð. Áætluð verklok er 15. desember 2021.

Hjólastígur var hannaður af Mannvit verkfræðistofu og verktakinn er Klapparverk ehf.

Mynd: Faxaflóahafnir.is

Endurnýjun Verbúðarbryggju er hafin. Þetta er bryggjan sem gamla varðskipið Óðinn hefur haft legu síðustu ár.

Bryggjan verður rifinn og ný bryggja byggð úr harðvið. Við þessar framkvæmdir verður gerð betri lýsing á svæðinu.

Við þessar framkvæmdir verður gerð betri lýsing á svæðinu. Varanlegar tengingar verða síðan settar á bryggjuna við Óðinn og gamla Magna.

Mynd: Faxaflóahafnir.is

Að framkvæmd lokinni verður Óðinn færður aftur í eldri legu við nýju bryggjuna.

Gera má ráð fyrir að verkinu ljúki vorið 2022. Bryggjan var hönnuð af Eflu verkfræðistofu og verktakinn er Aðalvík ehf.

Mynd: Faxaflóahafnir.is

Heimild: Faxaflóahafnir.is