Home Fréttir Í fréttum Íbúi há­hýsis skar á öryggis­reipi málara

Íbúi há­hýsis skar á öryggis­reipi málara

166
0
Gluggaþvottamenn í Tælandi að notast við reipi við störf sín. Mynd tengist frétt ekki beint. Fréttablaðið/EPA

Taí­lensk kona skar á öryggis­reipi hjá málurum sem voru við vinnu á 26. hæð há­hýsisins þar sem hún býr. Mennirnir héngu í tugi metra hæð yfir jörðunni þangað til þeim var bjargað af pari í byggingunni.

<>

Konan hefur verið á­kærð með til­raun til mann­dráps og eigna­skemmdir. Hún vildi ekki segja hvers vegna hún skar á reipið en tælenskar frétta­stofur segja að hún hafi verið ó­sátt með að mennirnir væru við vinnu þennan daginn. Hún hafi ekki séð til­kynninguna.

Einn málaranna, maður frá My­anmar að nafni Song, segir að hann og tveir vinir hans hafi hafist handa á 32. hæð og farið niður á 26. hæð til að gera við sprungu í vegg há­hýsisins. Einn mannanna varð eftir á 32. hæð til að styðja við reipið.

Konan var sjálf á 21. hæð og hallaði sér út um gluggann sinn til að skera á reipið. Mennirnir fundu fyrir því að reipið var þyngra en venju­lega og sáu hvað var að ske. Þeir reyndu þá án árangurs að ná sam­bandi við fólk í í­búðinni fyrir framan þá.

Prap­haiwan Setsing, annar íbúi háhýsisins, tókst að bjarga mönnunum að lokum en hún segir að breskur eigin­maður hennar hafi séð að mennirnir væru aug­ljós­lega í vanda.

Lesa nánar í frétt AP news

Heimild: Frettabladid.is