Home Fréttir Í fréttum Sprengingar ekki til rannsóknar hjá lögreglu

Sprengingar ekki til rannsóknar hjá lögreglu

138
0
Merkingum við veginn var ábótavant en að öðru leyti hefur lögreglan ekkert út á framkvæmdirnar að setja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Vest­ur­landi kveðst ekki hafa til rann­sókn­ar hjá sér brot á verk­ferl­um verk­taka sem unnu við spreng­ing­ar síðastliðinn fimmtu­dag vegna vega­fram­kvæmda. Aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi seg­ir fjöl­miðlaum­fjöll­un á mál­inu byggja á mis­skiln­ingi.

<>

Greint var frá því á sunnu­dag að lög­regl­an á Vest­ur­landi rann­sakaði verk­ferla verk­taka sem stóðu að vega­fram­kvæmd­um í Skorra­dal í Borg­ar­f­irði. Talið var að brot hefði verið framið á verklagi við fram­kvæmd spreng­inga síðastliðinn fimmtu­dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fjöl­miðla hafði lög­reglu og ná­grönn­um ekki verið gert viðvart um spreng­ing­arn­ar, veg­in­um hafði ekki verið lokað og viðvar­an­ir ekki sett­ar upp.

Seg­ir málið byggt á mis­skiln­ingi
„Það er eng­in rann­sókn í gangi. Þetta er ein­hver ægi­leg­ur mis­skiln­ing­ur,“ seg­ir Ásmund­ur Krist­inn Ásmunds­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi.

Að hans sögn var lög­regl­unni vissu­lega gert viðvart um ágalla á verk­ferl­um við vega­fram­kvæmd­irn­ar en að það hafi ekki varðað spreng­ing­ar síðastliðinn fimmtu­dag, held­ur ein­ung­is að merk­ing­um við fram­kvæmd­irn­ar hefði verið ábóta­vant.

Hef­ur verktak­inn sem stend­ur að fram­kvæmd­un­um bætt úr því.

Heimild: Mbl.is