„Þetta er væntanlega enn ein birtingarmyndin á því hvernig flutningskerfi hafa rofnað og framleiðsla hefur dregist saman í heiminum í kjölfar heimsfaraldursins“ segir Gunnar.
Hann segir áhrifin hérlendis aðallega eftir að birtast í töfum á byggingarframkvæmdum.
Hann telur ekki líklegt að skorturinn sem slíkur hafi áhrif á verðlag, en hrávara í byggingariðnaði hefur hækkað mikið í verði á tímum heimsfaraldursins.
Verðhækkun hrávöru sé meðal annars tengd hækkandi kolefnissköttum.
Eiga fullt í fangi með að standa við skuldbingar
„Það fór að bera á þessu núna í haust. Svo er auðvitað ekki vitað hvað þetta ástand varir lengi, en mögulega batnar ástandið í okkar heimshluta þegar veturinn skellur á með kólnandi veðri og minnkaðri eftirspurn eftir sementi“ segir Gunnar.
„Við hjá Sementsversmiðjunni eigum eins og staðan er núna fullt í fangi með að standa við okkar skuldbindingar sem þegar hafa verið gerðar“ segir Gunnar.
„En við erum að vinna hörðum höndum að því að útvega meira af sement til landsins“.
Heimild: Ruv.is