Home Fréttir Í fréttum Ölfus hafnar þátttöku í byggingu Héraðsskjalasafns Árnesinga

Ölfus hafnar þátttöku í byggingu Héraðsskjalasafns Árnesinga

88
0
Mynd: Hafnarfrettir.is

Bæjarstjórn Ölfus hafnar þátttöku í framkvæmdum við nýtt húsnæði Héraðsskjalasafns Árnesinga m.v. þær forsendur og þær kostnaðartölur sem unnið er útfrá í dag.

<>

Frá þessu er greint í bókun bæjarstjórnar en bæjarstjórnin er óánægð með vinnubrögð Héraðsnefndar í málinu og segir að „málið einkennist af skorti á aðhaldi og virðingu fyrir fjármunum skattborgara á starfssvæðinu.“

Þá vekur það furðu bæjarstjórnar að ákveða að byggja skjalageymslu á svæði þar sem fermetraverð er hið hæsta á starfssvæðinu og þykir þeim kostnaðurinn of hár til að hægt sé að samþykkja málið.

Bæjarstjórn beinir því til Héraðsnefndar að leita leiða til að ná niður kostnaði við tilgreinda framkvæmd og tryggja að allir áhugasamir sitji við sama borð.

Heimild: Hafnarfrettir.is