Home Fréttir Í fréttum Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári

Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári

151
0
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu. ARNAR ÞÓR INGÓLFSSON

Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári.

<>

Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.

Allt frá því árið 2015 hefur verið í gildi deiliskipu­lag sem heim­ilar upp­bygg­ingu rúm­lega eitt hund­rað íbúða í Sig­túni í Reykja­vík, á svoköll­uðum Blóma­vals­reit.

Lóðin er í eigu félags á vegum Íslands­hót­ela og hefur verið skipu­lögð í tengslum við fyr­ir­hug­aða stækkun Grand Hót­els.

Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela segir við Kjarn­ann að von­ast sé til að fram­kvæmdir á reitnum geti haf­ist snemma á næsta ári, en stefnt er að því að byggja 109 íbúðir á reitnum í sex fjöl­býl­is­hús­um.

Verk­efnið hefur verið á ís í nokkur ár og játar Davíð Torfi því að verk­efnið hafi tafist, núna síð­ast vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Nú sé hins vegar útlit fyrir að það stytt­ist í að hægt verði að ráð­ast í verk­efn­ið, sem felur auk íbúða­upp­bygg­ing­ar­innar í sér að Grand Hótel verði stækkað all­nokk­uð.

Hvenær fram­kvæmdir hefj­ist fari eftir því hvernig fjár­mögn­un­ar­ferlið gangi.

Íbúðir fjærst hót­el­inu byggðar fyrst
Davíð Torfi segir hann reikni með því að ráð­ist verði í verkið í fjórum áföng­um, en að byrjað verður á því að grafa fyrir bíla­kjall­ara sem á að verða undir öllum Blóma­vals­reitnum og teygja sig sömu­leiðis inn undir hót­ellóð­ina, með stæðum fyrir mörg hund­ruð bíla.

Áætlað bygg­ing­ar­magn verk­efn­is­ins í heild­ina er um 40 þús­und fer­metr­ar.

Mynd: Arnar Þór

Hann segir að eins og áætl­an­irnar líti út – og tekur fram að þær geti tekið breyt­ingum – sé stefnt að því að fyrstu húsin rísi yst á reitn­um, þ.e. fjærst Grand Hótel og næst höf­uð­stöðvum Ung­menna­fé­lags Íslands.

Þá er reiknað með því að síð­asta skref upp­bygg­ing­ar­innar verði við­bygg­ingin við hót­el­ið.

Davíð Torfi segir ljóst að vanda þurfi til verka er varðar upp­bygg­ingu á reitn­um, enda sé áætlað að hafa Grand Hótel í fullum rekstri á meðan unnið sé að verk­inu.

Til stóð að hefj­ast handa árið 2017
Upp­bygg­ing­ar­verk­efnið byggir sem áður segir á að skipu­lagi frá árinu 2015.

Fjallað var um málið í Morg­un­blað­inu sum­arið 2017 og sagði þar frá því að til stæði að að hefja fram­kvæmdir þá um haustið og opna stærra Grand Hótel árið 2020, en ekk­ert varð af því og reit­ur­inn hefur staðið algjör­lega óhreyfður síð­an.

Vert er að taka fram að þessi mynd, sem fylgdi deiliskipulagstillögum, sýnir ekki endanlegt útlit húsanna. Mynd: Atelier/Af vef Reykjavíkurborgar

Eins og skýr­ing­ar­myndir í deiliskipu­lagi líta út er reiknað með því að húsin sem standa næst aðliggj­andi íbúða­byggð við Sigtún verði á þremur hæðum og kall­ist þannig á við eldri húsin sem standa gegnt reitnum og eru á 3-4 hæð­um.

Sunnar á reitnum er svo gert ráð fyrir háreist­ari bygg­ingum umhverfis inn­garð, sem ráð­gert er að verði á milli hús­anna.

Heimild: Kjarninn.is