Home Fréttir Í fréttum Farþegum í Leifsstöð brugðið vegna sprengingar

Farþegum í Leifsstöð brugðið vegna sprengingar

142
0
Gestum í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli var brugðið þegar að læti frá sprengingum vegna framkvæmda ómuðu um salinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegum í brott­far­ar­sal á Kefla­vík­ur­flug­velli var nokkuð brugðið í gær­kvöldi þegar læti bár­ust inn í flug­stöðina frá spreng­ingu vegna fram­kvæmda.

<>

Flug­stöðin nötraði eins og öfl­ug­ur jarðskjálfti hefði riðið yfir, á sjö­unda tím­an­um í gær­kvöldi.

Unnið er að stækk­un flug­stöðvar­inn­ar en spreng­ing­ar vegna jarðvinnu fyr­ir nýja 20 þúsund fer­metra viðbygg­ingu hafa staðið yfir síðan um miðjan ág­úst.

Grett­ir Gauta­son, staðgeng­ill upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, kveðst ekki hafa orðið var við að gest­um bregði vegna láta frá fram­kvæmd­un­um hingað til en þær hafa staðið yfir í nokkr­ar vik­ur.

Gest­um og starfs­fólki gert viðvart
Að sögn Grett­is var þetta fyrsta spreng­ing­in í um það bil tvær vik­ur og á hann ekki von á að aft­ur verði sprengt. „Þeir eru eig­in­lega bún­ir að sprengja allt. Það vantaði bara eitt­hvað smá upp á.“

Seg­ir hann að bæði starfs­fólki og gest­um hafi verið gert viðvart um spreng­ing­una og því hefðu læt­in ekki átt að koma á óvart. „Þetta er allt eft­ir bók­inni.

Það fara sír­en­ur í gang tveim­ur mín­út­um fyr­ir og ör­ygg­is­verðir rýma svæðið þar sem þetta á að vera. Það eru skilti út um allt sem gefa þetta til kynna og það fara póst­ar á alla starfs­menn.“

Er þá einnig passað upp á að sprengt sé á þeim tím­um þegar sem fæst­ir eru á vell­in­um, eða seinnipart­inn.

Gest­ur á flug­vell­in­um sem kvartaði und­an óþæg­ind­um vegna hávaðans, kveðst ekki hafa tekið eft­ir skilt­um en að sír­en­urn­ar hefðu vissu­lega farið í gang.

Aft­ur á móti hefði ekki legið fyr­ir á þeim tíma­punkti hvað hljóðin táknuðu og því hafi þær ekki komið að miklu gagni.

Heimild: Mbl.is