Home Fréttir Í fréttum Sameining gæti sparað þrjá og hálfan milljarð árlega

Sameining gæti sparað þrjá og hálfan milljarð árlega

84
0

Verði starfsemi Landspítalans sameinuð á einn stað má gera ráð fyrir sparnaði í rekstri um ríflega þrjá milljarða króna árlega.

<>

Þetta segir heilsuhagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson sem bar hitann og þungann af skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Bifröst um byggingu nýs Landsspítala.

Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn.

Í því samhengi nefnir Gunnar að byggingarsvæðið við Sævarhöfða hafið komið einna best út úr skýrslu sem byggingarnefnd Landspítalans fékk nýverið frá KPMG. Þar kom fram að sú staðsetning hafi verið fyrir notendur og starfsfólk ef af yrði, ekki síst með tilliti til þeirrar auknu umferðar sem óneitanlega mun fylgja nýjum og stærri spítala.

Þrátt fyrir að skýrsluhöfundur hvetji til þess að ekki verði ráðist í framkvæmdirnar á næstunni, meðal annars vegna rökstuðnings Seðlabankans á vaxtahækkun sinni í morgun, segir Gunnar að það sé engum blöðum um það að fletta að sameiningu spítalanna myndi óneitanlega fylgja mikill sparnaður í rekstrarkostnaði.

„Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um það að ef spítalinn yrði settur á einn stað, til einföldunar ef starfsemin spítalans í Fossvogi yrði færð á annan stað eins og á Hringbraut eða Sævarhöfða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að ná 6 til 7 prósent sparnaði í rekstri á ári. Ef miðað er við að útgjöldin árið 2014 voru 50 milljarðar þá erum við að tala um 3 til 3 og hálfan milljarð á ári sem hægt er að ná í sparnaði ef spítalinn yrði á einum stað. Það er staðreynd,“ segir Gunnar

Heimild: Vísir.is