Home Fréttir Í fréttum Ásókn í byggingarlóðir í Vogum

Ásókn í byggingarlóðir í Vogum

176
0
Grænabyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa verið seld­ar eða tekn­ar frá lóðir und­ir á þriðja hundrað íbúðir og tólf ein­býl­is­hús í nýju íbúðar­hverfi í Vog­um, Grænu­byggð, en þegar það er full­byggt gætu þar búið um 2.000 manns.

<>

„Sal­an síðustu daga hef­ur gengið fram­ar von­um,“ seg­ir Sverr­ir Pálma­son, lögmaður og fast­eigna­sali, um sölu lóðanna en fyrstu íbúðirn­ar verða af­hent­ar í nóv­em­ber.

At­hygli vek­ur að sjáv­ar­lóðir í Grænu­byggð kosta frá 16,5 millj­ón­um króna en fast­eigna­sali sem ræddi við Morg­un­blaðið sagði orðið mjög lítið fram­boð á sjáv­ar­lóðum á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­grenni. Það ætti m.a. þátt í mikl­um áhuga á sjáv­ar­lóðum í Hvamms­vík.