Home Fréttir Í fréttum Borgin greiðir 27 milljónir vegna endurbyggingar

Borgin greiðir 27 milljónir vegna endurbyggingar

120
0
Gamalt hús á nýjum grunni við Starhaga 1 í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um nú á fimmtu­dag að veita heim­ild til þess að ganga frá upp­gjöri um eign­ina Star­haga 1 sem áður var staðsett á Lauga­vegi 36.

<>

Árið 2014 gerðu Reykja­vík­ur­borg og Minja­vernd samn­ing um sam­vinnu við flutn­ing, end­ur­gerð og sölu húss­ins.

Nú sjö árum síðar hef­ur hús­inu verið komið fyr­ir á var­an­leg­um stað á Star­haga 1 og það verið end­ur­gert.

Hlut­ur borg­ar­inn­ar 27 millj­ón­ir

Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins hljóðar upp á rétt tæp­lega tvö hundruð millj­ón­ir og er mis­mun­ur­inn milli kostnaðar og sölu­verðs húss­ins rúm­ar fimm­tíu millj­ón­ir.

Heild­ar­hlut­ur og kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar í verk­efn­inu er þá rúm­ar 27 millj­ón­ir. Eins og áður seg­ir var samþykkt í borg­ar­ráði að klára upp­gjör við Minja­vernd vegna verk­efn­is­ins.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram bók­un um málið. Þar seg­ir meðal ann­ars að „víðtæk samstaða“ hafi verið á sín­um tíma um að end­ur­gera húsið.

Slík­ar fram­kvæmd­ir feli þó ávallt í sér óvissu sem „skýri það hvers vegna samið var um að deila hagnaði eða tapi eft­ir því hver niðurstaðan yrði“.

Gríðar­hár kostnaður á hvern fer­metra

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu hjá við af­greiðslu máls­ins en lögðu þó fram bók­un. Þar var bent á að enn á ný væri viðgerðar­kostnaður borg­ar­inn­ar „gríðarlega hár“.

Fram kom einnig í bók­un­inni að kostnaður­inn væri vel á aðra millj­ón á hvern fer­metra að meðtöld­um lóðar­kostnaði, sem væri mun hærri en kostnaður við ný­bygg­ingu.

Heimild: Mbl.is