Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Opnun útboðs: Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

113
0

Tilboð opnuð 3. nóvember 2015. Hafnarsjóður Fjallabyggðar óskaði eftir tilboði í endurbyggingu Bæjarbryggju..

<>

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·           Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju,  um 205 m.

·           Fylling og kjarni, 22.000 m³.

·           Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.

·           Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.

·           Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

·           Grjótgarður, um 60 m langur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Venus ehf., Reykjavík 350.463.220 210,1 174.686
AK flutningar ehf., Reykjavík 319.963.620 191,8 144.187
ÍAV hf., Reykjavík 240.750.250 144,3 64.973
Ísar ehf., Kópavogi 175.777.000 105,4 0
Áætlaður verktakakostnaður 166.832.500 100,0 -8.945