Home Fréttir Í fréttum Ásókn í atvinnulóðir í Hveragerði

Ásókn í atvinnulóðir í Hveragerði

73
0
Hveragerði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hvera­gerði eru um þess­ar mund­ir að út­hluta lóðum und­ir fjöl­breytta at­hafn­a­starf­semi á tveim­ur stöðum og hef­ur verið mjög mik­il eft­ir­spurn eft­ir svæðum til upp­bygg­ing­ar að sögn Al­dís­ar Haf­steins­dótt­ur bæj­ar­stjóra.

<>

Sæl­gæt­is­gerðin Freyja er meðal þeirra sem und­ir­búa upp­bygg­ingu í Hvera­gerði.

Hef­ur verið ákveðið að fyr­ir­tækið færi starf­semi sína úr Kópa­vogi og að reist verði ný verk­smiðja á 15 þúsund fer­metra lóð, sem Freyja hef­ur fengið út­hlutaða á nýju at­hafna­svæði í Hvera­gerði.

Ævar Guðmunds­son, eig­andi og stjórn­ar­formaður Freyju, seg­ir framtíðarstaðsetn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í Hvera­gerði um margt heppi­lega og þröngt sé orðið um starf­sem­ina í Kópa­vogi, sem þurfi að stækka til að geta annað að fullu allri eft­ir­spurn, sér­stak­lega í út­flutn­ingi.

Útflutn­ing­ur til Norður­land­anna hafi gengið von­um fram­ar og sal­an auk­ist hraðar á síðustu árum.

Ævar Guðmunds­son. mbl.is/​RAX

Á annað hundrað störf
„Á öðru svæðinu erum við að út­hluta lóðum fyr­ir versl­un og þjón­ustu og höf­um nú þegar fengið tvær spenn­andi um­sókn­ir, ann­ars veg­ar frá fjár­sterk­um aðilum sem vilja byggja upp heilsu­lind og hins veg­ar frá Ölverki, sem er með áform um ferðatengda þjón­ustu í kring­um bjór og bjórgarð,“ seg­ir Al­dís.

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Und­ir­bún­ing­ur er í full­um gangi fyr­ir eins kíló­metra langa svif­braut og einnig verður Gróður­húsið opnað fljót­lega, en þar verða m.a. mat­höll og hót­el.

Að sögn Al­dís­ar eru viðræður í gangi við fleiri aðila um fjöl­breytta upp­bygg­ingu í bæn­um. Vel á annað hundrað störf verða til við alla þessa starf­semi.

Hag­stætt lóðaverð í Hvera­gerði er ein af megin­á­stæðum þess­ar­ar miklu eft­ir­spurn­ar eft­ir aðstöðu að mati Al­dís­ar.

Staðsetn­ing­in, bú­setu­skil­yrðin og upp­bygg­ing hafn­ar­inn­ar í Þor­láks­höfn skipti líka máli.

„Svo held ég að við séum líka að sjá ein­hverj­ar af­leiðing­ar af því að lóðir í Reykja­vík eru orðnar mjög dýr­ar.“

Nán­ar má lesa um upp­bygg­ingu í Hvera­gerði í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is