Fulltrúi félagsins sem reisti hótelbygginguna undir The Reykjavík Edition-lúxushótelið var þögull sem gröfin er hann var spurður hvenær hótelið yrði opnað.
Vegfarendur hafa tekið eftir því að búið er að koma fyrir húsgögnum í herbergjum og að skilrúm milli hótelsins og Hörpu hafa verið fjarlægð.
Hótelið er einkar vel staðsett með tilliti til ráðstefnuhalds en á fimmtudag hefst ráðstefnan Hringborð norðurslóða.
Um 250 herbergi verða á lúxushótelinu.
Heimild: Mbl.is