Verktakafyrirtækið Munck hefur tapað 5,5 milljörðum króna hér á landi frá því það hóf starfsemi í byrjun árs 2017.
Verktakafyrirtækið Munck Íslandi ehf. tapaði 990 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í lok september 2020.
Félagið hóf starfsemi í byrjun árs 2017 eftir að danska félagið Munck Gruppen keypti verktakafyrirtækið LNS Sögu hér á landi.
Samanlagt tap Munck á Íslandi frá þeim tíma nemur 5,5 milljörðum króna.
Félagið hefur verulega dregið úr starfsemi sinni hér á landi vegna taprekstursins.
Velta félagsins lækkaði úr 5,8 milljörðum króna í 1,6 milljarða króna milli rekstrarára.
Þá lækkaði rekstrarkostnaður úr 6,35 milljörðum króna í 2,26 milljarða króna á milli ára.
39 stöðugildi voru hjá félaginu á reikningsárinu en 101 á fyrra reikningsári.
Rekstrartap hækkaði úr 558 milljónum króna í 638 milljónir króna á milli ára.
Eigið fé félagsins var neikvætt um 2,1 milljarð króna í lok reikningsársins.
Eignir námu 1,2 milljörðum króna og skuldir 2,6 milljörðum króna en þar af var skuld við tengda aðila um 2,3 milljarðar króna.
Í ársreikningnum segir að móðurfélagið hafi stutt við félagið frá lokum rekstarársins og hyggist gera það áfram til að tryggja áframhaldandi fjárhag félagsins.
Í skýringum við ársreikninginn segir að félagið eigi í deilu við skattayfirvöld í Noregi um greiðslu tryggingargjalds.
Þá á félagið einnig í deilum við fyrrum undirverktaka sem krefur Munck um 780 þúsund evrur vegna uppsagnar samnings.
Munck hefur gert gagnkröfu upp á 950 þúsund evrur.
Heimild: Vb.is