Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 21.10.2021 Holtahverfi norður áfangi 1 – gatnagerð og lagnir

21.10.2021 Holtahverfi norður áfangi 1 – gatnagerð og lagnir

116
0

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, hitaveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, fjarskiptalagna og ídráttarröra í götur og stíga í Holtahverfi á Akureyri.

Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa.

Heildarlengd gatna er um 950 m.

Helstu magntölur:
Uppúrtekt samtals um 37.000 m³
Fyllingar samtals um 42.000 m³
Stofnlagnir fráveitu um 2.600 m
Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 4.700 m
Jarðstrengir rafveitu um 5.500 m
Skurði veitna í götustæði um 1.430 m
Skurðir veitna utan gatna um 1.220 m

Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 14. október 2022.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá 7. október 2021. Tilboðum skal skila á útboðsvef Akureyrarbæjar, eigi síðar en fimmtudaginn 21. október kl. 13:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.

Previous articleFramkvæmdir byrjaðar við Gufuskála
Next articleÍbúðum fjölgi en bílastæðum fækki