Home Fréttir Í fréttum Íbúðum fjölgi en bílastæðum fækki

Íbúðum fjölgi en bílastæðum fækki

65
0
Húsið Vatnsstígur 10 verður rifið enda talið ónýtt. Á lóðinni munu rísa nýjar stúdentaíbúðir. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Fé­lags­stofn­un stúd­enta áform­ar frek­ari upp­bygg­ingu í Skugga­hverfi í Reykja­vík.

<>

Til stend­ur að færa til hús og rífa og byggja ný hús með 122 ein­stak­lings­í­búðum og her­bergj­um.

Sam­tím­is verður bíla­stæðum fækkað og benda borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins á það í bók­un að minna en eitt bíla­stæði verði á hverj­ar fimm nýj­ar íbúðir.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu sem kom út í gær.

Fé­lags­stofn­un stúd­enta rek­ur nú þegar 102 stúd­enta­í­búðir á reitn­um und­ir heit­inu Skuggag­arðar.

Fyrsta húsið var tekið í notk­un árið 2006. Þetta eru stúd­íó­í­búðir ætlaðar ein­stak­ling­um.

Á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs borg­ar­inn­ar 29. sept­em­ber sl. var lögð fram um­sókn Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta dags 1. júní 2021, varðandi breyt­ingu á deili­skipu­lagi reits vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lind­ar­götu og lóða nr. 10 og 12 við Vatns­stíg.

Í breyt­ing­unni felst að heim­ilt verði að fjar­lægja hús á lóð nr. 10 við Vatns­stíg og 44 við Lind­ar­götu, breyta lóðamörk­um lóðanna nr. 12 og 12A við Vatns­stíg, sam­eina lóðina nr. 44 við Lind­ar­götu við lóðirn­ar nr. 40, 42 og 46 við Lind­ar­götu.

Enn­frem­ur að byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lind­ar­götu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatns­stíg, fækka bíla­stæðum á lóð og gera sam­eig­in­legt úti­svæði fyr­ir stúd­enta vest­an við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lind­ar­götu.

Loks að flytja nú­ver­andi bygg­ingu frá lóð nr. 12 við Vatns­stíg á nýja lóð nr. 10 við Vatns­stíg, sam­kvæmt upp­drætti Arkþing/​Nordic.

Samþykkt var að aug­lýsa fram­lagða til­lögu með fjór­um at­kvæðum full­trúa Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu hjá við af­greiðslu máls­ins. Borg­ar­ráð hef­ur staðfest þess af­greiðslu.

Þar bókuðu full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna að skipu­lagið sé unnið í sam­ráði við Minja­stofn­un.

Upp­bygg­ing­in verði hjá lyk­i­lás borg­ar­línu og bjóði upp á græn­ar teng­ing­ar við há­skóla­svæðið í Vatns­mýri.

Heimild: Mbl.is