Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir byrjaðar við Gufuskála

Framkvæmdir byrjaðar við Gufuskála

211
0
Ljósm. þa

Framkvæmdir við tvo nýja grjótgarða vestan Gufuskála hófust í síðustu viku.

<>

Það er Grjótverk ehf. sem sér um verkið og eru þeir að leggja slóða þangað sem fyrri garðurinn byrjar, um er að ræða 55 og 58 metra langa garða með 55 metrum á milli.

Einhverjar tafir hafa verið á að hægt væri að byrja vegna þess að garðurinn sem Grjótverk gerði í Ólafsvík tók breytingum á verktíma, sem lengdi verkið.

Eiga þessir garðar að verja gömlu verbúðirnar fyrir ágangi sjávar og er verk þetta unnið í samvinnu við Þjóðgarðsvörð og minjavörð Vesturlands.

Heimild: Skessuhorn.is