Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöng kosta 11,7 milljarða króna- undir kostnaðaráætlun

Dýrafjarðargöng kosta 11,7 milljarða króna- undir kostnaðaráætlun

157
0
Dýrafjarðargöng.

Unnið er að þvi innan Vegagerðarinnar að taka saman heildarkostnað við Dýrafjarðargöngin.

<>

Lokauppgjör er ekki tilbúið en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er heildarkostnaður áætlaður 11,7 ma.kr.

„Það verða eigi að síður ekki miklar breytingar“ segir í svarinu.

Mest af kostnaði er verðbætt samkvæmt útboði þannig að það nálgast allavega uppfært verðlag, en annað er á verðlagi hvers árs.

Kostnaðaráætlun fyrir allt verkið,(sem dagsett er 26.1.2017, hljóðaði upp á 12.357 m.kr.

Þannig að miðað við það er kostnaður undir áætlun.

Verkið var boðið út 2017 og voru tilboð opnuð í janúar.

Verktakakostnaður var áætlaður 9,3 milljarðar króna og lægsta tilboð var 7% undir því eða 8,7 milljarðar króna.

Í kostnaði verktaka var innifalið eftirfarandi: 8,0 m breið, 5,3 km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála og um 9,0 km langa vegi utan ganga.

Auk þess að leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.

Heimild: BB.is