Home Fréttir Í fréttum Fyrstu gestirnir komu í byrjun sláturtíðar í nýtt starfsmannahúsnæði

Fyrstu gestirnir komu í byrjun sláturtíðar í nýtt starfsmannahúsnæði

117
0
Unnið við gamla Pakkhúsið. MYNDIR: ÓAB

Þann 8. júlí 2020 birti Feykir frétt þess efnis að Kaupfélag Skagfirðinga hefði þegar hafið framkvæmdir við endurbyggingu húsnæðis að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, áður kallað Pakkhúsið en Minjahúsið síðar.

<>

Breyta átti húsnæðinu í starfsmannahúsnæði fyrir aðkomufólk sem tímabundið sækir vinnu hjá framleiðslufyrirtækjum KS.

Unnið við gamla Pakkhúsið. MYNDIR: ÓAB

Nú hefur hluti hússins verið tekinn í notkun og komu fyrstu gestirnir í byrjun sláturtíðar að sögn Sigurgísla Kolbeinssonar hjá Trésmiðjunni Borg sem annast framkvæmdina.

Hann segir að húsið rúmi um 90 manns en það hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því framkvæmdir hófust, verið stækkað bæði til suðurs og norðurs og herbergin og aðstaða innanhúss til mikillar fyrirmyndar.

Í frétt Feykis sl. sumar sagði að fyrri áfangi væri um 700 fermetrar en fullbúið yrði húsið um 1200 fermetrar.

Unnið við gamla Pakkhúsið. MYNDIR: ÓAB

Fjölmargir aðilar hafa komið að framkvæmdum en það eru sem fyrr segir Trésmiðjan Borg og síðan Tengill rafverktakar, JG lagnir, K-Tak ehf, Jón Svavarsson málari, Rúnar Ingólfsson dúkari, SS Gólf ehf, Blikk- og tækniþjónustan ehf, Vinnuvélar Símonar og Vélaverkstæði KS.

Verklok eru áætluð næsta vor.

Heimild: Feykir.is