Home Fréttir Í fréttum Skrifað undir verksamning um brú yfir Stóru-Laxá

Skrifað undir verksamning um brú yfir Stóru-Laxá

118
0
Skrifað undir samning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks skrifuðu undir verksamninginn um smíði brúar yfir Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannahreppi í dag 23. september.

<>

Ístak mun hefja vinnu strax á mánudag og vinna við verkið í allan vetur.

Stóra-Laxá tölvuteikning

 

Verkið felst í byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar (30)beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340) og gerð
reiðstígs.

Nýja brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.

Karl Andreassen framkvæmdatjóri sagði að vinna við verkið hæfist strax á mánudag og fljótlega eftir það mætti búast við því að sæist til vinnuvéla, en ætlunin er að vinna við verkið í allan vetur. Ístak bauð rúma 791 m.kr. í verkið sem var tæplega 82 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Skrifað undir samning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkelsdóttir sagði ánægjulegt að skrifa undir enn einn samninginn sem fæli í sér fækkun einbreiðra brúa sem sneri ekki eingöngu að Hringveginum heldur einnig annarsstaðar á vegakerfinu, sérstaklega væri það mikilvægt á umferðarmiklum vegum.

Reiknað er með að núverandi brú verði látin standa og fái nýtt hlutverk sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðarvegum og auka öryggi hestamanna.

Áætluð verklok eru fyrirhuguð 30. september 2022.

Heimild: Vegagerðin