Home Fréttir Í fréttum 12.10.2021 Íþróttamannvirki í Búðardal – auglýsing á forvali

12.10.2021 Íþróttamannvirki í Búðardal – auglýsing á forvali

57
0
Mynd: Budardalur.is

 

<>

Sveitafélagið Dalabyggð, auglýsir eftir þátttakendum í forvali til að taka þátt í lokuðu alútboði, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íþróttamiðstöð í Búðardal.

Farið verður yfir allar umsóknir og hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja fram með umsókn sinni.

Miðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum og lyftingarsal ásamt útisundlaug.

Heildarstærð íþróttamiðstöðvar er um 1300 mog þá er útisvæði sundlaugar með sundlaugakeri, vaðlaug og heitum pottum um 200m.

Gengið verður inn í íþróttamiðstöð á 1. hæð þar sem öll starfsemi hússins fer fram.

Þá verður gert ráð fyrir lagnarými sundlaugar í kjallara og tæknirými á 2. hæð húss. Í húsinu verður hægt að iðka ýmsar íþróttir, bæði æfingar og keppni en miðað er við að í því verði mætt kröfum til keppni í  körfubolta.

Verkkaupi hefur sett byggingunni og starfsemi hennar sjálfbærnimarkmið sem mikilvægt er að fylgja eftir. Lögð er megináhersla á að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt.

Alútboð þetta nær yfir arkitektahönnun, verkfræðihönnun og reisingu hússins.

Heiti verkefnisins er: Íþróttamannvirki í Búðardal

Helstu verkþættir eru:

  • Arkitektahönnun
  • Verkfræðihönnun húss og sundlaugar
  • Byggingarleyfisumsókn
  • Jarðvinna
  • Undirstöður, burðarvirki og ytra byrði
  • Frágangur utanhúss, þ.m.t. sundlaugarker
  • Frágangur innanhúss,  þ.m.t íþróttagólfs og uppsetning á föstum búnaði
  • Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa
  • Frágangur lóðar

Tengiliður verkkaupa mun afhenda forvalsgögn að ósk umsækjanda í gegnum tölvupóst, kristjan@dalir.is.  Gögnin verða afhent þriðjudaginn 28. september 2021.

Umsókn ásamt umbeðnum gögnum sem talin eru upp í  forvalsgögnum skal skila með tölvupósti   fyrir kl. 16:00. þriðjudaginn 12. október 2021.

Ekki er hægt að skila inn umsókn eftir að uppgefinn umsóknarfrestur er útrunninn.