Home Fréttir Í fréttum Stórgallað stórhýsi í New York

Stórgallað stórhýsi í New York

40
0
Íbúðarverð í skýjakljúfinum hleypur á tugum milljónum dala. AFP

Bilaðar lyft­ur, vatn­s­kemmd­ir og óbæri­leg hljóð eru aðeins fá dæmi um það sem íbú­ar í lúx­us stór­hýs­inu á 432 Park Avenue í New York þurfa að tak­ast á við dags dag­lega.

<>

Íbú­arn­ir hafa ákveðið að kæra verk­tak­ann sem stóð að bygg­ingu skýja­kljúfs­ins og vilja þeir um 250 millj­ón­ir doll­ara í sinn vasa sem sam­svar­ar 32 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Bygg­ing­in sem var til­bú­inn árið 2015 var hugsuð sem dval­arstaður millj­arðamær­inga og meðal íbúa er popp­stjarn­an Jenni­fer Lopez og hafn­ar­boltamaður­inn Alex Rodrigu­ez.

Óhljóð fylgdu raf­magns spreng­ingu
Óháð verk­fræðistofa gerði mat á bygg­ing­unni og fann um 1.500 galla.

Í kær­unni seg­ir að sum­ir gall­anna hafi sett íbúa bygg­ing­ar­inn­ar í lífs­hættu en dæmi eru um að íbú­ar hafi fests í lyft­unni og þurft að dúsa þar í marga klukku­tíma.

Einnig er minnst á raf­magns spreng­ingu sem varð til þess að íbú­ar höfðu ekki aðgang að raf­magni og olli spreng­ing­in þeim mikl­um skaða þar sem mik­il óhljóð fylgdu henni.

Íbúðar­verð í skýja­kljúf­in­um hleyp­ur á tug­um millj­ón­um dala.

Heimild: Mbl.is