Home Fréttir Í fréttum Öll gögn tengd GAJU til VSÓ

Öll gögn tengd GAJU til VSÓ

262
0
Jón Viggó Gunnarsson Mynd: Þór Ægisson

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir unnið að því að fara í gegnum öll gögn sem tengjast byggingu GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi.

<>

Framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu fullyrti við fréttastofu í gær að EFLA hefði í upphafi verkefnisins bent á að Sorpa tæki áhættu með efnisvali sínu og taldi uppbyggingu með öðrum efnum henta betur starfsemi GAJU.

Í samtali við fréttastofu segir Jón Viggó að unnið sé að því að afla allra gagna er tengjast verkefninu.

Þeim verður komið á framfæri við VSÓ ráðgjöf sem hefur verið falið að gera óháða úttekt á hvers vegna mygla er komin upp í þaki og burðarvirki stöðvarinnar, en starfsemi hennar hófst í fyrra.

Heimild: Ruv.is