Home Fréttir Í fréttum Skrifstofur víkja fyrir opnum rýmum

Skrifstofur víkja fyrir opnum rýmum

58
0
Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir 1.500 fermetra viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu 1. Framkvæmdir gætu hafist árið 2023. Tölvumynd/Kurt&Pí

Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins vinn­ur að end­ur­mati á fyr­ir­hugaðri ný­bygg­ingu sem rísa mun hjá Stjórn­ar­ráðshús­inu við Lækj­ar­torg.

<>

Reykja­vík­ur­borg samþykkti ný­lega deili­skipu­lag fyr­ir hina sögu­frægu lóð Lækj­ar­götu 1, svo­kallaðan Stjórn­ar­ráðsreit.

Næsta skref er að senda skipu­lagið til Skipu­lags­stofn­un­ar og von­ast um­sækj­and­inn, Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins, til að deili­skipu­lagið verði staðfest og það taki gildi fyr­ir lok sept­em­ber.

Eins og fram hef­ur komið hér í blaðinu var ráðist í gerð deili­skipu­lags­ins vegna áforma um viðbygg­ingu við Stjórn­ar­ráðshúsið sam­kvæmt verðlauna­upp­drátt­um arki­tekta­stof­unn­ar Kurt&Pí ehf. frá ár­inu 2018.

Þótt Stjórn­ar­ráðshúsið hafi staðið á þess­um stað í 260 ár hef­ur ekk­ert deili­skipu­lag verið til fyr­ir lóðina.

Á þeim þrem­ur árum sem liðin eru frá því úr­slit voru til­kynnt í sam­keppni um ný­bygg­ing­una hef­ur farið fram forn­leifa­upp­gröft­ur á lóðinni í sam­starfi við Minja­stofn­un Íslands.

Starf­sem­in tekið breyt­ing­um
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fram­kvæmda­sýslu ríks­ins hef­ur starf­semi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins tekið nokkr­um breyt­ing­um frá því að sam­keppn­in var hald­in og því hef­ur verk­efnið verið í end­ur­mati, sem ljúka mun á næst­unni með samn­ing­um við hönnuði.

Það end­ur­mat sem hef­ur verið unnið er m.a. vegna breyttra viðmiða sem Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins (FSR) vinn­ur eft­ir varðandi vinnuaðstöðu í ný­bygg­ing­um hins op­in­bera.

Nú er gert ráð fyr­ir svo­nefndu verk­efnamiðuðu vinnu­um­hverfi í stað ein­stak­lings­skrif­stofa. Í verk­efnamiðuðu vinnu­um­hverfi er gert ráð fyr­ir minni hóp­um, t.d. sex til átta manns sem vinna sam­an í einu rými.

Auk vinnu­rým­is­ins hafi starfs­menn aðgang að næðis­rým­um, fund­ar­her­bergj­um og teym­is­rým­um, síma­klef­um auk hefðbund­inna rýma eins og kaffikróka og mötu­neyt­is. Þá hafa verið skoðaðir mögu­leik­ar á stækk­un kjall­ara m.a. vegna auk­ins tækn­i­rým­is fyr­ir loftræs­ingu og vara­afl.

Starfs­mönn­um ráðuneyt­is­ins hef­ur fjölgað síðan sam­keppn­is­lýs­ing­in var gerð, upp­lýs­ir Fram­kvæmda­sýsl­an Morg­un­blaðið.

Má þar nefna flutn­ing skrif­stofu jafn­rétt­is­mála sem flutt­ist til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins frá fé­lags­málaráðuneyt­inu. Einnig hafa ör­ygg­is­mál ráðuneyt­is­ins verið yf­ir­far­in.

Fram­kvæmda­sýsl­an ger­ir ráð fyr­ir að end­ur­hönn­un húss­ins standi út árið 2022. Gert er ráð fyr­ir útboði verk­legra fram­kvæmda í árs­byrj­un 2023, sem verði lokið um ára­mót­in 2024/​25.

Verk­efnið miðast við heim­ilaða fjár­veit­ingu. Nú­ver­andi friðað Stjórn­ar­ráðshús er tvær hæðir og ris, 512 m² brúttó. Viðbygg­ing og tengigang­ur verða tvær hæðir og kjall­ari, um 1.500 m² brúttó.

Heimild: Mbl.is