Home Fréttir Í fréttum Alvarlegar athugasemdir við húsakost á Litla-Hrauni

Alvarlegar athugasemdir við húsakost á Litla-Hrauni

65
0
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri fóru yfir stöðu mála á blaðamannafundi nú í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór­felld­ar end­ur­bæt­ur eru nú hafn­ar á fang­els­inu á Litla-Hrauni enda hef­ur lengi legið fyr­ir að hús­næðið þar sé ófull­nægj­andi á alla mæli­kv­arða.

<>

Stefnt er að því að end­ur­bót­um ljúki árið 2023 og munu þær kosta um 1,9 millj­arða króna.

Turn­inn á bygg­ing­unni, sem hef­ur verið kenni­leiti húss­ins, mun heyra sög­unni til.

Þetta kynntu Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra á blaðamanna­fundi í Hegn­ing­ar­hús­inu í morg­un.

Litla-Hraun. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Mikl­ar og al­var­leg­ar at­huga­semd­ir
Meðal þess sem kom fram á fund­in­um var að alþjóðleg nefnd gegn pynd­ing­um og van­v­irðandi meðferð á föng­um gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við hús­næðið á Litla-Hrauni.

Þá er nán­ast ómögu­legt að koma í veg fyr­ir að fíkni­efni ber­ist inn í fang­elsið og enn erfiðara er að stöðva dreif­ingu þeirra inn­an þess.

Þá er aðstaða heil­brigðis­starfs­fólks með öllu ófull­nægj­andi og kem­ur það í veg fyr­ir að ann­ars gott sam­ráð fang­els­is- og heil­brigðis­yf­ir­valda beri ávöxt, þar sem ekki er hægt að fara fram á að heil­brigðis­starfs­fólk vinni við þær aðstæður sem eru á Litla-Hrauni.

Loks hef­ur Vinnu­eft­ir­litið gert at­huga­semd­ir við vinnuaðstöðu fanga og fanga­varða.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ný­bygg­ing­ar í bland við end­ur­bæt­ur
Vegna alls þessa verður ráðist í bygg­ingu nýs þjón­ustu­húss, nýrr­ar varðstofu og nýs fjöl­nota­húss auk þess sem ráðist verður í lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi hús­næði.

Svo­kölluð sam­starfs­leið verður far­in við end­ur­bæt­ur fang­els­is­ins, sem lýs­ir sér þannig að verk­fram­kvæmd­in öll verður sniðin að því fyr­ir­tæki sem tek­ur að sér verkið fyr­ir ríkið að loknu útboði.

Fram­kvæmd­in er enda gríðarlega flók­in, eins og kom fram á fund­in­um, og verður að eiga sér stað á meðan húsið sjálft er í notk­un.

Páll Winkel Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is