Haft er eftir Reyni að starfsmennirnir sem sendir voru í sóttkví hafi allir fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.
Hann segir að fyrirtækið hafi leitað til yfirvalda um að leyfa starfsmönnunum að snúa aftur til starfa þannig að hægt væri að reisa girðingu í kringum byggingasvæðið. Þeirri beiðni hafi verið hafnað.
Engu að síður hafi fyrirtækið farið þess á leit að ákvörðunin verði endurskoðuð til að iðnaðarmennirnir geti snúið til starfa áður en fyrirhugaðri sóttkví þeirra á að ljúka þann 23. september.
Skólinn í Nuuk verður sá stærsti á Grænlandi og á að vera tilbúinn árið 2023.
Áætlaður kostnaður við verkið er rúmlega 11 milljarðar króna en skólanum er ætlað að leysa af hólmi tvo gamla skóla.
13 greindust með kórónuveiruna á Grænlandi í gær, þar af 11 í Nuuk. Tveir greindust í Sisimut en þeir voru báðir að koma frá Nuuk. Nú eru 100 í einangrun á Grænlandi með virkt smit.
Heimild: Ruv.is