Home Fréttir Í fréttum Enginn sakni stórhættulegrar Biskupsbeygju

Enginn sakni stórhættulegrar Biskupsbeygju

128
0
Nýr vegkafli hefur verið lagður um Heiðarsporð á Holtavörðuheiði og þar með er biskupsbeygjan úr sögunni. Ljósmynd/Vegagerðin

Vara­söm beygja að Hring­veg­in­um, sem í dag­legu tali er kölluð Bisk­ups­beygja, er úr sög­unni eft­ir að opnað var fyr­ir um­ferð á nýj­um vegakafla um Heiðarsporð á Holta­vörðuheiði í júlí.

<>

Eng­um er söknuður að beygj­unni að sögn Reyn­is Georgs­son­ar verk­fræðings á tækni­deild Vest­ur­svæðis og um­sjón­ar­manns fram­kvæmd­ar­inn­ar. Seg­ir frá þessu í til­kynn­ingu á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Fram­kvæmd­un­um var flýtt um eitt ár vegna far­ald­urs­ins. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

Þar kem­ur fram að Bisk­ups­beygja hafi verið stór­hættu­leg og marg­ar útaf­keyrsl­ur hafi orðið á henni á vet­urna, meira að segja á fram­kvæmda­tím­an­um.

Verkið klárað ári fyrr vegna átaks í far­aldr­in­um

Veg­kafli sem spann­ar 1,8 kíló­metra á Hring­vegi um Heiðarsporð í sunn­an­verðri Holta­vörðuheiði hef­ur nú verið end­ur­byggður en teng­ist hann nú­ver­andi vegi um 200 metra norðan við brú yfir Norðurá og tek­ur beygju til norðvest­urs frá nú­ver­andi vegi með mýkri veg­línu en nú­ver­andi veg­ur.

Kort/​Vega­gerðin

Upp­haf­lega átti að bjóða verkið út árið 2021 en þar sem rík­is­stjórn­in fór í átak við innviðaupp­bygg­ingu vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru var útboðinu flýtt um eitt ár.

Heimild: Mbl.is