Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru-Laxá, eftirlit og ráðgjöf

Opnun útboðs: Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru-Laxá, eftirlit og ráðgjöf

160
0

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340-01) og gerð reiðstígs.

<>

Nýja brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 30. september 2022.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 24. ágúst 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.

Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.