Deiliskipulag Hamranesi fyrir reit 3A við Áshamar og reit 21B við Hringhamar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar þann 10.08.2021 voru framangreind erindi samþykkt með eftirfarandi bókun:
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 12.08.2021.
Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 27.08 til 08.10.2021. Einnig er hægt að skoða tillögurnar hér:
- Hamranes reitur 21.b greinargerð
- Hamranes reitur 21.b deiliskipulagsuppdráttur
- Deiliskipulag Hamaranes Reitur 3.a
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir eigi síðar en 08.10.2021. Skal þeim skilað á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega á: