Home Fréttir Í fréttum Erfitt að fá verktaka á Austurlandi

Erfitt að fá verktaka á Austurlandi

144
0
Safnahús á Egilsstöðum. Mynd: Mbl.is

„Við stefn­um á að halda ótrauð áfram enda er búið að setja ákveðið fjár­magn í þetta.

<>

Okk­ar vand­ræði hér fyr­ir aust­an eru að það vant­ar fleiri verk­taka,“ seg­ir Karl Lauritz­son, formaður bygg­ing­ar­nefnd­ar menn­ing­ar­húss á Eg­ils­stöðum.

Breyta hef­ur þurft áform­um við upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húss­ins vegna þess að erfiðlega hef­ur gengið að fá verk­taka til að taka vinn­una að sér.

Samið var um verk­efnið við stjórn­völd fyr­ir rúm­um þrem­ur árum og felst í því upp­bygg­ing í Slát­ur­hús­inu á Eg­ils­stöðum sem og end­ur­bæt­ur á Safna­hús­inu þar í bæ.

Halda ótrauð áfram

Mik­ill upp­gang­ur er í lands­fjórðungn­um og nefn­ir Karl að fram­kvæmd­ir við leik­skóla, stór­tæk áform Jims Ratclif­fes í Vopnafirði og vinna við stækk­un fiski­mjöls­verk­smiðju og lönd­un­ar­húss Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað eigi all­an hug verk­taka.

Ekk­ert til­boð barst í útboði á smíði nýrr­ar brú­ar yfir Gilsá á Völl­um á dög­un­um og skoðar Vega­gerðin nú að skipta útboðinu upp.

Karl seg­ir að áformin við menn­ing­ar­hús gangi vel þrátt fyr­ir hnökra vegna mann­eklu. „Við ein­beitt­um okk­ur að Slát­ur­hús­inu fyrst.

Öll hönn­un­ar­vinna er búin og við ákváðum að bjóða út ein­staka hluta verks­ins til að smærri verk­tak­ar gætu tekið þá að sér. Aðrir virðast of­setn­ir í verk­efn­um,“ seg­ir hann.

Unnið hef­ur verið að niðurrifi í tíma­vinnu og búið er að bjóða út verk­hluta er snýr að klæðningu á hús­inu að ut­an­verðu.

Þá er verið að birta útboðsgögn fyr­ir ein­staka verk­hluta inn­an­dyra sem vinna á næsta vet­ur. Seg­ir Karl að raun­hæft sé að húsið verði klárað á næsta ári.

Til stend­ur að reisa nýja burst við Safna­húsið á Eg­ils­stöðum ofan á grunn og kjall­ara sem þegar hef­ur verið steypt­ur.

Seg­ir Karl að bygg­ing­ar­nefnd hafi fundað með for­stöðumönn­um safn­anna þriggja í hús­inu og gert þarfagrein­ingu að því loknu. Nú taki við hönn­un­ar­vinna.

Heimild: Mbl.is