Home Fréttir Í fréttum Olíudreifing lætur rífa gömlu olíutankana á Siglufirði

Olíudreifing lætur rífa gömlu olíutankana á Siglufirði

99
0
Verktakar hafa unnið við það síðustu daga að rífa niður gömlu olíutankana. mbl.is/Sigurður Ægisson

Und­an­farna daga hafa staðið yfir rif á geym­um og þar með lok­un á birgðastöð Ol­íu­dreif­ing­ar á Sigluf­irði, sem reist var 1944, og einnig á birgðastöð Skelj­ungs.

<>

Tank­arn­ir eru norðaust­an­verðri Þormóðseyr­inni, skammt vest­an Öldu­brjóts.

Birgðastöð Ol­íu­dreif­ing­ar á staðnum hef­ur ekki verið starf­rækt um nokk­urt skeið og má segja að lok­un stöðvar­inn­ar hafi haf­ist þegar fé­lagið gaf elsta geymi stöðvar­inn­ar á Síld­ar­minja­safnið í bæn­um fyr­ir nokkr­um árum, en hann hef­ur síðan verið notaður þar sem tón­list­ar­sal­ur og vakið verðskuldaða at­hygli gesta.

Þeir geym­ar sem eft­ir eru og hafa verið rifn­ir núna eru smíðaðir árin 1937 og 1946 og því komn­ir til ára sinna.

Síðustu árin sem stöðin var starf­rækt var eldsneyti keyrt á hana frá Ak­ur­eyri, en ekki hef­ur verið landað eldsneyti frá skipi á stöðina í nokk­ur ár.

Að sögn Harðar Gunn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Ol­íu­dreif­ing­ar, eru ekki áform um end­ur­bygg­ingu stöðvar­inn­ar þar sem stefna und­an­far­inna ára hef­ur verið að fækka birgðastöðvum eins og kost­ur er vegna mik­ils kostnaðar við rekst­ur þeirra.

Bætt­ar sam­göng­ur gera Ol­íu­dreif­ingu kleift að fækka birgðastöðvum sem aft­ur leiði til þjóðhags­legs hagræðis.

Að rifi lokn­um tek­ur við hreins­un á þeim mengaða jarðvegi sem kann að finn­ast á lóð birgðastöðvar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is