Home Fréttir Í fréttum Forval vegna hönnunar á Grensás

Forval vegna hönnunar á Grensás

98
0
Þá hefur mikill undirbúningur þegar farið fram við frumhönnun viðbyggingarinnar og deiliskipulag verið samþykkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­kaup aug­lýsa nú eft­ir um­sókn­um um þátt­töku­rétt í lokuðu útboði vegna hönn­un­ar á nýbygg­ingu við end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala við Grens­ás.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Áætlaður heild­ar­kostnaður við ný­bygg­ing­una er áætlaður um 2,9 millj­arðar og verður ný­bygg­ing­in allt að 3.800 fer­metr­ar.

Rík­is­kaup aug­lýsa for­valið fyr­ir hönd Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins og er það opið öll­um um­sækj­end­um og aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Að því loknu mun verk­kaupi velja fimm fyr­ir­tæki úr hópi um­sækj­enda til þátt­töku í lokuðu útboði.

Þá hef­ur mik­ill und­ir­bún­ing­ur þegar farið fram við frum­hönn­un viðbygg­ing­ar­inn­ar og deili­skipu­lag verið samþykkt.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að á und­an­förn­um tveim­ur ára­tug­um hafi orðið mikl­ar breyt­ing­ar á end­ur­hæf­ing­ar­starf­semi vegna þess hversu marg­ir lifa af al­var­lega sjúk­dóma og áverka. Því fari þörf fyr­ir öfl­uga og góða end­ur­hæf­ingu vax­andi.

End­ur­hæf­ing­ar­deild­in á Grens­ás er nær 50 ára gam­alt hús og sagt ekki stand­ast nú­tíma­kröf­ur varðandi sjúkra­húsþjón­ustu.

Gert er ráð fyr­ir að eft­ir fram­kvæmd­ina verði meðferðar­stof­ur sjúk­linga ekki færri en 32 tals­ins, 13 í nú­ver­andi hús­næði og 19 í ný­bygg­ingu.

Nán­ar á vef Stjórn­ar­ráðsins

Heimild: Mbl.is