Þessa dagana er unnið að umfangsmiklum malbikunarframkvæmdum í Stykkishólmi.
Framkvæmdir munu standa yfir frá föstudegi til þriðjudags en u.þ.b. 10-15 þúsund fermetrar verða malbikaðir í bæjarfélaginu.
Meðal annars verður Aðalgata malbikuð frá Bónus niður að Baldursbryggju, bílaplön við Súgandisey og við listaverkið.

„Á heimleið“ á höfninni verða malbikuð og Sæmundarreitur verður malbikaður.
„Íbúar og gestir bæjarins eru beðnir að leggja ekki bílum þannig að þeir hefti aðgang framkvæmdaaðila,“ segir í tilkynningu frá Stykkishólmsbæ sem biður jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Heimild: Skessuhorn.is