Home Fréttir Í fréttum Björg­vin vann lengi í Noregi: Miklu ein­faldara að byggja hús þar en...

Björg­vin vann lengi í Noregi: Miklu ein­faldara að byggja hús þar en á Ís­landi

491
0
Björg­vin Víg­lunds­son

Það er ekki skrýtið að byggingar­kostnaður á Ís­landi sé hár enda skipu­lags­ferlið flókið og af­skipti opin­berra aðila afar sein­virk.

<>

Þetta segir Björg­vin Víg­lunds­son verk­fræðingur, sem starfaði um nokkra ára skeið í Noregi sem bygginga­full­trúi.

Björg­vin skrifar at­hyglis­verða grein sem birtist í Morgun­blaðinu um helgina þar sem hann segir að um­ræða um byggingar­reglu­gerð hér á landi sé í hálf­gerðu skötu­líki.

„Stjórn­völd eru stöðugt að þyngja lög og reglu­gerðir í sam­ráði við hags­muna­aðila sem veldur stöðugt auknum byggingar­kostnaði á­samt því að vera allt of ströng, langt um­fram meðal­hóf þótt sé miðað við ís­lenskar að­stæður.“

Björg­vin þekkir til þessara mála í Noregi en þar starfaði hann um nokkurra ára skeið sem bygginga­full­trúi hjá sveitar­fé­lagi.

„Um­hverfi byggingar­iðnaðarins í Noregi og Norður­löndum er mér nokkuð kunnugt.

Nefni ég hér smá dæmi. Að byggja eigið hús í Noregi er tölu­vert ein­faldara en hér­lendis, menn undir­rita á­byrgðar­yfir­lýsingu fá sér raf­virkja og pípu­lagninga­mann sem eru viður­kenndir.

Teikningar eru ein­faldar og skilað að öllu jöfnu á einu á litlu A4-blaði.

Ekki er um flókin skipu­lags­ferli að ræða eða sein­virk af­skipti opin­berra aðila.

Menn geta breytt, byggt við, sett lítið auka­hús á lóð og skipt eignum sínum með ein­földum til­kynningum,“ segir hann meðal annars.

Hann segir að byggingar­reglu­gerðin sé mun ein­faldari í Sví­þjóð og Dan­mörku en í Noregi.

Hann víkur sér svo að stöðu mála á Ís­landi og bendir á að byggingar­aðilar þurfi að ráða marga aðila að byggingunni.

„A.m.k. fjóra meistara, hönnunar­stjóra, hönnuði, byggingar­stjóra, auk gríðar­legs magns af teikningum og skráningar­töflum.

Tafir á byrjunar­reit og í ferlinu geta orðið um­tals­verðar.

Jafn­vel vegna rangra eða smá­smugu­legra at­huga­semda við hönnun eða oft vegna sér­skoðana bygginga­full­trúa.

Af­greiðsla smá­vægi­legar breytingar tefjast oft í vikur eða mánuði, dæmi er um ár.“

Hann segir að það hafi sýnt sig að þetta flókna um­hverfi auki ekki gæði fram­kvæmda. Gæði nýrra bygginga hér á landi séu langt fyrir neðan meðal­lag vest­rænna þjóða.

„Nefna má ný­leg dæmi um byggingar sem voru hannaðar og byggðar að viður­kenndum aðilum með full­kominn gæða­kerfi. Þessar byggingar eru nánast ó­nýtar.

OECD hefur metið kostnað vegna of flókins um­hverfis og hann er um­tals­verður.

Með hæfi­legri ein­földun eru þetta 500 til 1000 í­búðir á ári hverju. Spurt er að lokum hvaða flokkar eru lík­legir til að breyta þessu?“

Heimild: Hringbraut.is