Home Fréttir Í fréttum Flytja út milljón tonn af vikri

Flytja út milljón tonn af vikri

174
0
Vikurinn verður tekinn úr Háöldu sem er austan við Hafursey á Mýrdalssandi. Náman dugar í 100 ár. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þegar vik­ur­nám við Haf­ursey á Mýr­dalss­andi verður komið í full­an gang verða flutt út um millj­ón tonn af Kötlu­vikri á ári. 30 stór­ir vöru­bíl­ar verða í stöðugum flutn­ing­um til Þor­láks­hafn­ar og dug­ar magnið í 115 til 250 skips­farma til Evr­ópu, eft­ir því hversu stór­um flutn­inga­skip­um verður hægt að sigla til hafn­ar hér.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Þýska fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als keypti jörðina Hjör­leifs­höfða á Mýr­dalss­andi í þeim til­gangi að hefja þar vik­ur­nám. Mat á um­hverf­isáhrif­um stend­ur yfir.

Vik­ur­inn verður notaður til íblönd­un­ar við steypu­fram­leiðslu og leys­ir af hólmi efni sem losa mun meiri meng­un út í and­rúms­loftið.

Rann­sókn­ir sýna að gæði Kötlu­vik­urs eru allt önn­ur og betri en í öll­um þeim nám­um sem STEAG hef­ur rann­sakað hér á landi og víðar í Evr­ópu.

Færi­bönd­in sem notuð verða við námuna verða um 1.500 metr­ar að lengd og geta af­kastað 150-200 tonn­um á klukku­stund.

135 störf verða til í Mýr­dals­hreppi og Þor­láks­höfn og sér­stak­lega við flutn­ing­ana.

Nám­an er stór og þótt flutt verði út millj­ón tonn á ári mun nám­an duga í meira en hundrað ár.

Heimild:Mbl.is