Home Fréttir Í fréttum Steypusala tekur kipp á milli ára

Steypusala tekur kipp á milli ára

129
0
Steypubílar í röðum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans fréttablaðið/anton

Gríðarleg aukning hefur átt sér stað í sölu steypu á Íslandi á fyrri hluta þessa árs.

<>

Sala á steypu hefur aukist um að minnsta kosti 25 prósent frá því á fyrri hluta síðasta árs, til fyrstu sex mánaða þessa árs.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, segir byggingamarkaðinn hafa tekið vel við sér, ólíkt því sem var á síðasta ári þegar sala var borin uppi af einstaklingum.

„En þetta er og hefur verið sveiflukenndur bransi á Íslandi og bremsuförin hafa oft og tíðum verið löng, milli þess sem bæði starfsfólk og tæki hefur vantað,“ segir hann.

Heimild: Frettabladid.is