Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Framkvæmdir hefjast við Nestún á Sauðárkróki

Framkvæmdir hefjast við Nestún á Sauðárkróki

219
0
Frá undirritun samnings. F.v Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Ásmundur Pálmason frá Steypustöð Skagafjarðar, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri, Veitu og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samið við Steypustöð Skagafjarðar að undangengnu útboði um framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki sem mun bera nafnið Nestún.

<>

Framkvæmdirnar snúa að gatnagerð og fráveitu við Nestún og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum.

Verklok eru í byrjun október og er áætlað að lóðir við Nestún verði auglýstar með haustinu.

Í Nestúni er gert ráð fyrir alls 14 nýjum byggingalóðum fyrir einbýlishús.

Staðsetning götunnar er ofan við Laugatún og liggur samsíða henni, með aðkomu af Túngötu. Gert er ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu.

Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu.

Heimild: Skagafjörður.is