Home Fréttir Í fréttum Bolafjall: Unnið að útsýnispalli í 600 metra hæð

Bolafjall: Unnið að útsýnispalli í 600 metra hæð

268
0
Mynd: Guðmundur Ragnarsson

Vel gengur að gera útsýnispall efst á Bolafjalli í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli.

<>

Á þessum myndum Guðmundar Ragnarssonar má sjá verið er að festa burðarbita pallsins í bergið.

Fer ekki milli mála að mikil áhersla er lögð á örugga festingu, enda á útsýnispallurinn að standa út fyrir bjargvegginn svo þeir sem ganga út á pallinn munu horfa niður 600 metra þverhnýpi.

En eins og líka má sjá mun útsýnið verða stórfenglegt, a.m.k. á degi eins og þeim sem var á fjallinu í gær.

Horft er yfir Ísafjarðardjúpið á Ritinn, Grænuhlíðina, Jökulfirðina, Maríuhornið, Grunnavíkina, Núpinn og Snæfjallaströndina.

Mynd: Guðmundur Ragnarsson

Svo er því haldið fram að ef horft er til vinstri yfir hafið muni stundum sjást til Grænlands.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði í fyrra 160 milljónum króna í byggingu útsýnispallsins.

Það var sömu dagana og Covid19 brast á svo tímaáætlanir hafa eitthvað riðlast til, en nú er stefnt að því að taka pallinn í noktun í haust. Er ekki annað að sjá en að það muni ganga eftir.

Heimild: BB.is